Vetrarfrí frá 17. - 28. febrúar - opnunartími og lyftumiðar

Þar sem núverandi sóttvarnarreglur eru í gildi til 3. mars verða lyftumiðar í Hlíðarfjalli fyrir tímabilið 17 .– 28. febrúar með svipuðu sniði og verið hefur undanfarnar helgar, þ.e.a.s. deginum skipt í tvö holl. Opnunartími verður frá kl. 10-19 bæði á virkum dögum og um helgar. Í boði verða tvö 4. klst. holl, frá kl. 10-14 og frá kl. 15-19.  Lyftum verður lokað á milli kl. 14-15 meðan skipting á hópum á sér stað.

Eingöngu verður hægt að kaupa sér lyftumiða í þessi holl, þ.e.a.s. ekki verður boðið upp á margra daga miða sem veita aðgang í fjallið. Öll miðasala fer fram á heimasíðu okkar https://hlidarfjall.skiperformance.com/is/store#/is/buy

Miðasala fyrir þessa daga fer í loftið 15. febrúar  kl. 12.  

ATH: Ekki verða endurgreiddir miðar ef loka þarf fjallinu vegna veðurs.

Verð á lyftumiðum

-          4 klst. fullorðinn 18+: 4.500 kr.                -          4 klst. barn 6-17 ára: 1.400 kr.

-          4 klst. öryrki: 1.400 kr.                                -          4 klst. barn 5 ára og yngri: Frítt

Nauðsynlegt er að allir eigi Skidata kort/vasakort áður en þeir kaupa sér lyftumiða á heimasíðu okkar. Skidata kort er hægt að fá á eftirfarandi stöðum

      Akureyri:   N1 Veganesti og  N1 Leirunesti

      Höfuðborgarsvæðið:  N1 Ártúnsbrekku,  N1 Engihjalla Kópavogi,  N1 Lækjargötu Hafnarfirði og  N1 Mosfellsbæ

Skíða- og brettaskóli verður í vetrarfríinu alla virka daga frá kl: 10-12. Helgina 20. – 21. febrúar verður skíðaskólinn opinn frá kl. 10 – 12 og einnig frá kl. 15 – 17. Skíðaskólinn er fyrir hressa krakka sem vilja læra á skíði eða bretti. Börnin renna sér með öðrum börnum sem eru svipuð að getu og aldri eins og best verður við komið. Skráning í skíðaskólann er hér: https://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/skraning