Páskar á næsta leiti

Nú stefnir óðum í páskaviku sem er vinsælasta og fjölmennasta tímabilið í Hlíðarfjalli. Undanfarna daga hafa hlýindi og vindar verið að bræða snjóinn, en við ætlum að snúa á veðurguðina og munum við framleiða snjó sem aldrei fyrr og halda flestum brautum opnum. Þó að skíni í dökka meli og móa verða brautirnar nánast skjannahvítar og flott færi. Hér höfum við 230 hektara landsvæði og þar af notum við um 35-40 hektara til skíðaiðkunar og verða 10 snjóvélar gangsettar til að halda þeim opnum.  Það á að kólna um helgina og við reiknum með að það haldist út Dimbilvikuna og fram yfir páska.

Skíðaskóli barnanna verður alla daga frá kl. 10-14, laugardaginn 31. mars til mánudagsins 9. apríl.