Það verður líf og fjör hjá okkur í Hlíðarfjalli um páskana.
Frá skírdegi til páskadags er opið 9 – 16 og 10 – 16 á annan í páskum.
Hér verður frábær stemning, grillað á skaflinum, heitt kakó á könnunni og ýmsar uppákomur á sviði við Skíðaleiguna.
Á föstudaginn langa kl. 12 ætlar Dj. Doddi Mix að spila fyrir okkur skemmtilega tónlist við Skíðahótelið. Kl. 13 kemur Kvennakór Akureyrar og syngur fyrir gesti Kl. 16 verður Aprés –ski upp við Strýtuskála. Þar verður kveikt upp í grillinu, seldir hamborgarar og tónlist á pallinum.
Laugardaginn 20. apríl verða David Bowie Tribute tónleikar um kl. 15:00.
Á páskadag fáum við Stefán Elí í heimsókn sem ætlar að syngja og leika fyrir gesti í hádeginu
Hið árlegar páskeggjamót SKA í samhliðasvigi verður í fjallinu laugardaginn 20. apríl og hefst keppni kl.12:00, skráning hefst kl 11:00 og stendur til 11:30 og fer fram í Strýtuskála. Keppnin fer fram í Hjallabraut.
Páskatrimm SKA verður á páskadag í göngubraut kl.14. Þar eru allir velkomnir, ekkert þáttöku- eða brautargjald.
Barna skíða- og brettaskólinn verður á sínum stað alla daga og á páskadag fá börnin lítið páskaegg.