Uppfært 19. febrúar klukkan 12:00
Nú er leyfilegur hámarksfjöldi á hverjum tíma 50% af reiknaðri móttökugetu svæðisins.
Nú erum við að vinna að útfærslu á þessu og munum við setja 250 auka miða í sölu í hvert holl.
Það ber að hafa í huga að þótt leyfilegur hámarksfjöldi sé kominn í 50% þá er afkastageta stólalyftu enn sú sama. Enn er tveggja metra regla í gildi á svæðinu og gildir það um stólalyftu líka. Tryggt er að þeir sem eru einir á ferð um svæðið komist einir í stól.
Við höfum gert smá breytingar á því sem við höfðum áður ákveðið og hefur listinn hér að neðan verið uppfærður skv. þeim breytingum.
------------------------------------------------------------------------------
Það lítur út fyrir að næstu tvær vikur muni fjallið okkar verða vel sótt af viðskiptavinum. Opnunartími fyrir 17.-28. febrúar er 10-19 alla daga og er deginum skipt upp í tvö 4 klst. holl. Fyrra hollið er frá 10:00-14:00 og það seinna frá 15:00-19:00. Lyftum verður lokað á milli 14:00-15:00 til þess að skipting hópanna geti farið fram.
Hér eru upplýsingar sem verður að hafa í huga við bókun og komu í Hlíðarfjall:
- Fjöldatakmörkun
Leyfilegur hámarksfjöldi á svæðinu er 50% af reiknaðri móttökugetu svæðisins.
- Frísvæði
Í boði er að koma á frísvæðið okkar. Allir þurfa að skrá sig á svæðið með því að senda tölvupóst á hlidarfjall@hlidarfjall.is þar sem kemur fram nafn þeirra sem ætla að koma á svæðið, aldur allra aðila og símanúmer ábyrgðaraðila. Ekki er skráning tekin gild fyrr en svar hefur borist frá starfsmönnum Hlíðarfjalls. Hafa skal tölvupóstinn meðferðis (útprentaðan eða í síma) svo hægt sé að sýna fram á að leyfi hafi verið gefið fyrir komu á svæðið.
- Dagspassar/Norðurlandskort
Í boði verður að nýta dagspassa og Norðurlandskort til að fá miða í lúgu hjá okkur.
- Öryrkjar/Hetjurnar
Þar sem ekki er hægt að kaupa þessa miða á miðasölusíðu okkar þá verður í boði að kaupa miða í lúgu gegn framvísun örorkukorts/umönnunarkorts. Ekki er þó hægt að hleypa ótakmörkuðu magni af fólki á svæðið og því biðjum við þessa aðila að hringja í okkur í síma 462-2280 áður en þeir leggja af stað í fjallið og athuga stöðuna.
- Vetrarkort
Ekki er hægt að kaupa vetrarkort á tímabilinu 17.-28. febrúar nema fyrir börn fædd 2005 og seinna.
- Miðasala
Öll miðasala fer fram á heimasíðunni okkar.
- Vasakort
Mikilvægt er að vera með vasakortin klár áður en bóka á í fjallið. Ekki er hægt að setja bæði fyrri- og seinnipart sama daginn á eitt vasakort.
- Veitingasala
Nánari upplýsingar um veitingasölu koma seinna í dag.
- Umgengni á svæðinu
Algjörlega er bannað að henda dósum og rusli á svæðið. Allt rusl og dósir skulu fara í merktar tunnur sem eru á svæðinu.
- Tveggja metra regla og grímuskylda
Virða skal tveggja metra regluna sem og grímuskyldu á öllu svæði Hlíðarfjalls.
Við erum spennt fyrir komandi dögum og vonumst til að allir gestir okkar fari eftir settum reglum á svæðinu og eigi góða daga hjá okkur. Við biðjum ykkur um að sýna starfsfólki okkar þolinmæði og virðingu á meðan við lofum því að gera allt sem við getum til að gera dvöl ykkar hjá okkur sem ánægjulegasta.