Síðustu dagar sumaropnunar í Hlíðarfjalli eru um næstu helgi. Það er um að gera að nýta tækifærið og stunda holla og góða útivist í fjallinu áður en slökkt verður á Fjarkanum og undirbúningur hefst fyrir skíðavertíðina.
Margar merktar hjólaleiðir eru í Hlíðarfjalli og merkt gönguleið er frá Strýtuskálanum upp á fjallsbrún. Þaðan má sjá vítt og breitt um Norðausturland í góðu skyggni. Sjá nánar hér: https://www.hlidarfjall.is/is/fjallid
Sunnudaginn 10. september verður síðasta bikarmót ársins í Fjallabruni Greifans á hjólum. Mótið hefst kl. 13 og eru áhugasamir hvattir til að mæta í fjallið, fylgjast með og hvetja keppendur áfram til sigurs. Sjá nánar hér: https://netskraning.is/dh-hlidarfjall/