Páskaveðrið í Hlíðarfjalli er hið fegursta, nægur snjór, sólskin og ágætis skíðafæri. Heimþráin er eina skíðaleiðin sem er opin þessa stundina. Hún er lengsta leiðin okkar 2,2 km að lengd.
Hins vegar er sterkur suðvestanstrengur (15-20 m/sek. og allt að 30 m/sek. í hviðum) að angra okkur og kemur í veg fyrir að við getum keyrt skíðalyfturnar. Vindurinn stendur þvert á lyftur og þegar þannig viðrar er stórhætta á að vírar fari út af hjólabúnaði og sláist í fólk eða flækist saman.
Stólalyftan Fjarkinn er með innbyggðu öryggiskerfi sem slekkur sjálfkrafa á lyftunni þegar vindur fer yfir 15 metra á sekúndu. Það er einnig hætta á að vírinn geti skekkst það mikið að stólar fari hreinlega út af hjólabúnaðinum og falli til jarðar.