Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður formlega opnað laugardaginn 24. nóvember kl. 10 árdegis. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og þónokkurt magn af snjó náð að festast í brekkunum. Að auki hefur verið nægilega kalt til að snjóframleiðsla hafi gengið nokkuð vel.
Á laugardaginn verður Fjarkinn settur í gang og að auki Hólabraut og Töfrateppið fyrir yngri kynslóðina. Opnunin núna er á svipuðum tíma og verið hefur undanfarin ár. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, lofar ágætu veðri um næstu helgi og segir að góður skíðasnjór sé kominn í allar helstu brekkurnar.
Forsala vetrarkorta heldur áfram í göngugötunni á Akureyri Backpackers til og með 1. desember
Vetrakort fullorðin eru á 26.000 - venjulegt verð er 32.000
Vetrakort börn eru á 9.000 - venjulegt verð er 9.700
Vetrarkort fyrir framhalds-og háskólanema eru á 13.000