Skíðavertíðin handan við hornið - forsala vetrarkorta hafin

Mynd - Hólmfríður
Mynd - Hólmfríður

Forsala vetrarkorta er hafin og stendur fram til opnunar á skíðasvæðinu. Stefnt er á að opna 15. desember en að sjálfsögðu opnum við fyrr ef aðstæður leyfa. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls. Smellt er á græna takkann hér efst til hægri "kaupa miða í fjallið".

ATH. Einnig viljum við benda á að Akureyringum býðst ennþá að kaupa Lýðheilsukort  gegn bindingu í eitt ár, sem veitir handhöfum kortsins árskort að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri. Hér má finna nánari upplýsingar um Lýðheilsukortið.

Forsöluverð

Fullorðnir kr. 50.360 í stað 64.750

Börn kr. 9.050 í stað 10.690 

Skíðagöngukort fullorðnir kr. 12.950 í stað 16.790

Skíðagöngukort börn kr. 2.180 í stað 2.730