Skiptihelgi 15. og 16. des

Þá er komið að fyrstu skiptihelgi skíðasvæðana á norðurlandi. Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkrók geta skíðað að vild á svæðunum um næstu helgi.  Vetrarkortshafar þessara skíðasvæða þurfa að framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skiðasvæðis og fá þá afhenta lyftumiða.
Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar sem gefur skíða- og brettafólki kost á að heimsækja nágrananna.
Þetta er fyrsta skiptuhelgin af 5 en stefnt er að því að vera með eina slíka í hverjum mánuði fram á vor.