Snjóflóðanámskeið

Upplýsingar um námskeið og dagsetningar

Snjóflóðaþjálfun REC 1+

Námskeiðið fer fram 9.-12.mars 2023 - Námskeiðið er fyrir alla

Námskeiðið fer fram 16.-19.mars 2023 - Námskeiðið er fyrir alla

23.-26. mars - Námskeiðið aðeins fyrir kanur

 

Verð:135.000ISK

 

Ef þig vantar meiri upplýsingar þá vinsamlegast sendu tölvupóst á info@icelandsnowsports.com eða hringdu í síma +354-773-6625

Námskeiðið felur í sér snjóflóðaþjálfun 1 og AAA björgunareiningu sem er hluti af REC1+ námskeiðinu

 

Það sem þú þarft að hafa meðferðis á námskeiðinu

Þátttakendur þurfa að búa yfir getu til að skíðað í púðursnjó og hafa einhverja þekkingu á fjallaskíða eða bretta búnaði. Vera með sinni eigin björgunarbúnað eða hina heilögu þrenningu skóflu-ýli og stöng. Nauðsynlegt er að vera með góðan bakpoka sem tekur að minnsta kosti 32 lítra. Í hann þarf að komast fyrir nesti, drykkir, skinn, almennur útivistarbúnaður og heilög þenning. Ef þú átt bakpoka með snjóflóðavarnabúnaði þá er það góður kostur.

 

Fyrir námskeið 

4. klst fyrirlestrar á Zoom

 

Dagskrá

  • 1 dagur – Zoom classroom fundur
  • 3 dagar – Verklegt námskeið – Fjallaskíði og verklegt nám.

 

Kennari á námskeiðinu er

Santiago (Chago) Rodriguez er mikill reynslubolti þegar kemur að kennslu snjóflóðanámskeiða en hann hefur kennt þau síðan 1996.

Hann hefur verið leiðbeinandi síðan 1996 og er m.a. vottaður kennari frá American Avalanche Association, AAA pro 1 og Pro 2 Instructor, Avalanche Instructor Trainer fyrir National Ski Patrol í Bandaríkjunum.

 

Hvað verður farið yfir REC1+

  • Betri skilningur á notkun snjóflóð ýla og dýpri skilningur á tækni sem notuð er við leit.
  • Örugg ferðamennska: Samskiptaþættir, hegðun og mannlegi þátturinn
  • Lærðu að þekkja snjóflóðasvæði og hvaða þátt halli (gráður) í brekkum hafa. Lærðu að sirka halla.
  • Kynning á „Avalanche Release Conceptual model“, kerfisbundnar aðferðir við mat á hættum og framkvæmd á öruggri ferðaáætlun
  • Betri skilningur á vísindum bakvið snjókristalla, myndbreytingu snjós og hvernig snjófletir brotna
  • Skilningur á áhrifum veðurs á snjóhleðslu; uppsöfnun raka, áhrifum vinds og þröskuldum hita á snjóflóð
  • Hnitmiðaðar kannanir á snjóflóðahættu dagsins
  • Mat á veikum lögum í snjó með gerð snjógryfju, hvernig mismunandi snjór getur skapað mismunandi stöðugleika

 

Hvað verður farið yfir tengt björgun

  • Hvernig á að framkvæma ýlaskoðun í byrjun ferðar
  • Skilningur á gildi góðs ýlis og hvernig hann virkar
  • Framkvæmd á ýlaleit og smáatriði sem því tengjast
  • Framkvæmd á hnitmiðaðri leit með snjóflóðastöng
  • Vertu öruggur samferðarmaður og björgunaraðili
  • Þátttaka í leit á einstaklingum í snjóflóði með leitarliði
  • Öruggur björgunaraðili þegar tveir eru grafnir í snjó
  • Framkvæma eða fara yfir þau skref sem eru nauðsynleg til aðleita að tveimur aðilum í snjóflóði, undir 7 mínutum í 50×50 metra svæði
  • Samskipti við leit
  • Neyðaráætlanir vegna leitar
  • Meiðsli sem aðili í snjóflóði getur orðið fyrir og hvernig á að bregðast við þeim