Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum degi "World Snow Day" sunnudaginn 20. janúar í samstarfi við Skíðafélag Akureyrar og Hlíðarfjall þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að hvetja börn til skíðaiðkunar.
Í tilefni dagsins er frítt fyrir þá sem eru yngri en 18. ára í Hlíðarfjall og 20% aflsátt í skíðaleigu.
Skíðakennsla á vegum SKA kl. 12:00
Skíðaratleikur frá kl. 13:00-14:30 og verða fjórar stöðvar í leiknum. Þar verða spyrlar sem spyrja spurninga um Andrés Önd og þarf að svara tveimur spurningum af þremur og skrifa á blað. Þegar búið er að fara á allar stöðvarnar þarf að skila svarblaðinu í kassa sem verður við kakótjaldið.
Dregið úr þátttökuseðlum kl. 15:00, vegleg verðlaun
FRÍTT KAKÓ Í BOÐI