Sólmyrkvi verður á morgun 20. mars og mun hann ná hámarki um kl. 9.40. Af því tilefni hefur verið ákveðið að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli strax kl. 8.00 í fyrramálið og þannig gefst fólki kostur á að komast upp í fjall með Fjarkanum og síðan Stromplyftunni og horfa á sólmyrkvan í um 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Tekið skal fram að stórhættulegt er að horfa á sólmyrkvann berum augum og verður fólk að nota til þess gerð hlífðargleraugu.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að þótt líklega verði skýjað í nótt þá eigi hann von á því að rofi til í fyrramálið. „Ég held að þeir sem eiga þess kost ættu að nýta sér þetta einstaka tækifæri og fara með lyftunni upp í Stromp. Þeir komast þá þúsund metrum nær sólinni og það munar um minna!“ Samkvæmt norsku veðurstofunni eru vonir til þess að birti til með morgninum á Akureyri en myrkrið verður samt við sit hvort sem skýjahula felur sólina eður ei.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karl í síma 860 4919.