Sumaropnun í Hlíðarfjalli

Útsýni frá Blátindi ofan Hlíðarfjalls. Mynd: María H. Tryggvadóttir.
Útsýni frá Blátindi ofan Hlíðarfjalls. Mynd: María H. Tryggvadóttir.

Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt sumaropnun í Hlíðarfjalli. Stólalyftan verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 6. júlí til 26. ágúst 2018.

Lyftan verður í gangi frá kl. 10 til 17 þessa daga og kostar farið 1.000 kr. á mann. Hægt verður að kaupa lyftumiða hjá lyftuverði.

Með þessu móti opnast enn fleiri tækifæri til útivistar í Hlíðarfjalli á sumrin en þar er nú þegar góð aðstaða bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Fyrir þá sem eingöngu vilja taka lyftuna fram og til baka og njóta hins glæsilega útsýnis sem Strýtuskálinn býður upp á þá gildir lyftumiðinn einnig fyrir ferðina til baka með lyftunni. Hjólafólk getur tekið hjólið með sér í lyftuna.

Verðskrá:

1.000 ferðin
4.000 dagurinn
10.000 helgin
25.000 sumarið