Stólalyftan, Fjarkinn, í Hlíðarfjalli verður opin frá 9. júlí til 30. ágúst í sumar.
Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða til útivistar bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Hægt er að taka hjólið með sér í lyftuna og gangandi geta tekið lyftuna bæði upp og niður og þá fyrir sama verð. Fjórar hjólabrautir eru í fjallinu í umsjá Hjólreiðafélags Akureyrar, Suðurgil, Andrés, Hjalteyrin, Ævintýraleið og svo eru þrjár aðrar, tvær frá gönguhúsi og ein frá lyftuskúr við Fjarkann sem allar liggja yfir í Glerárdal. Fyrir þá sem eru gangandi er tilvalið að stoppa við Strýtuskála og njóta útsýnis yfir Akureyrabæ og Eyjafjörð. Frá Strýtuskála er svo merkt gönguleið upp á brún Hlíðarfjalls. Þegar þangað er komið er til dæmis hægt að ganga að Harðarvörðu, Blátind, Bungu, Strýtu, Kistu eða á Vindheimajökul og á góðviðrisdögum má oft sjá yfir í Mývatnssveit, Herðubreið eða vestur í Skagafjörð svo eitthvað sé nefnt.
Opnunartímar | Verðskrá | fullorðnir | börn/ellilífeyrisþegar |
Fimmtudagar frá kl. 17 - 21 | Ein ferð | 1.100 | 600 |
Föstudagar frá kl. 16 - 20 | 1. dagur | 4.300 | 1.600 |
Laugardagar frá kl. 10 - 18 | Helgarpassi | 10.600 | 3.900 |
Sunnudagar frá kl. 10 - 16 | Sumarkort | 26.400 | 13.300 |
Því miður getum við ekki tekið við Ferðaávísun ríkistjórnarinnar þar sem starfsemin hér fellur ekki í þann flokk.