Takk fyrir frábæra páska 2025

Aron Can í Hlíðarfjalli
Aron Can í Hlíðarfjalli
Það má með sanni segja að páskarnir í Hlíðarfjalli í ár hafi tekist með eindæmum vel þrátt fyrir allt sem á undan er gengið með veðrið og snjóleysið þennan veturinn. Hér í fjallinu var brakandi blíða og mikil stemning, okkur reiknast til að í dymbilvikunni og um páskana hafi gestafjöldi náð um 9000 manns sem er frábært, sérstaklega þegar litið er til hve seint páskarnir eru í ár og hvernig aðstæður hafa verið í vetur hvað varðar snjóleysi.
 
Frá fimmtudegi til sunnudags var lifandi tónlist í fjallinu þar sem fram komu plötusnúðarnir DJ Heisi, DJ Ayobe, trúbadorinn Stefnir og á laugardaginn var gríðarleg stemning þegar Aron Can mætti og söng fyrir gesti fjallsins, þökkum þeim öllum kærlega fyrir !
 
Á laugardaginn fór einnig fram páskamót SKA í samhliðasvigi sem var vel sótt og var mikil skemmtun fyrir unga sem aldna.
 
Nú er lokahnykkurinn á tímabilinu okkar framundan þar sem Andrés Andarleikarnir fara fram hérna frá fimmtudegi til laugardags en laugardagurinn 26. apríl er einmitt síðasti opnunardagur fjallsins í ár. Þetta eru fjölmennustu leikarnir til þessa með rúmlega 900 keppendum, þannig það verður mikið fjör í vikunni.
 
En í bili viljum við þakka öllum gestum fyrir komuna um páskana og hlökkum til að taka á móti öllum á Andrés Andarleikunum 2025 :)
 
//
 
Sérstakar þakkir til Höldur / Bílaleigu Akureyrar og Coca Cola á Íslandi fyrir að hjálpa okkur með tónlistarveisluna hér um páskana :)