Fljótt skipast veður í lofti hjá okkur.
Uppselt er í dag föstudag, á morgun laugardag og fyrri part sunnudags. Enn eru lausir miðar í seinna hollið á sunnudeginum.
Við getum því miður ekki tekið á móti fólki á frísvæðið (Töfrateppi og Hólabraut) hjá okkur þegar uppselt er á svæðið.
Við biðjum alla sem koma til okkar að virða tveggja metra regluna og minnum á að grímuskylda er á svæðinu.
Að gefnu tilefni þá viljum við minna viðskiptavini okkar á að kurteisi og þolinmæði kosta ekkert. Starfsfólk Hlíðarfjalls leggur sig fram í að gera upplifun ykkar af svæðinu okkar eins góða og möguleiki er á í þessum skrýtnu aðstæðum. Gerum þetta saman.