Uppselt er í Hlíðarfjall í dag föstudaginn 5. febrúar, laugardaginn 6. febrúar og einnig fyrri part sunnudags.
Mikil umferð virðist ætla að vera á svæðinu okkar um helgina og við teljum okkur þurfa að minna á nokkrar reglur er varðar svæðið:
- Tveggja metra regla er á öllu svæðinu.
- Grímuskylda er á öllu svæðinu fyrir alla 15 ára og eldri.
- Til að flýta fyrir afgreiðslu í skíðaleigu er hægt að skrá allar upplýsingar hér.
- Salernisaðstaða er á skíðahóteli og á bakvið skíðaleigu.
- Veitingasalan er opin fyrir borðapantanir. Smelltu hér til að panta borð.
- Vetrarkorsthafar eru undanskildir tímapöntunum.
- Forðumst hópamyndanir og eigum góða helgi saman í fjallinu.