Eins og fram hefur komið þá hófst snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli í gær. Við viljum vinsamlegast biðja fólk að gæta varúðar ef það stundar útivist í fjallinu vegna þess að við snjóbyssur liggja rafmagns og gagnakaplar ásamt slöngum með vatni undir miklum þrýstingi. Uppgöngufólk ætti að athuga að enn er lítill snjór í fjallinu. Víða eru hindranir og grjót undir grunnri snjóhulu. Einungis stöku gil hafa safnað snjó. Nýr snjór getur verið óstöðugur sérstaklega ef rignir eða hlýnar. Uppgöngufólk vinsamlegast kynnið ykkur reglur og snjóflóðahættumat hér https://www.hlidarfjall.is/is/uppgongureglur-i-hlidarfjalli