Veðurspá fyrir Hlíðarfjall yfir helgina 23.jan - 26.jan

22. jan kl. 11:40
ESv

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall yfir helgina. Hægur vindur um helgina, meira og minna sólarlaust, snjóar eitthvað seint á föstudag og aftur á sunnudagmorguninn. Vægt frost verður þessa daga.

23.jan. – fimmtudagur Hæg S-átt. Bjart sólskin fram yfir hádegi, en síðar skýjað af hærri skýjum. Frost um 4 stig í fyrramálið, en um frostmark seinnipartinn.

24.jan. - föstudagur Smá snjór fyrst um morguninn, en síðan skýjað og sólarlaust. Aftur snjóar seinnipartinn og um kvöldið, trúlega 4 til 6 sm af nýjum snjó. Frost 1 til 3 stig létt gola yfir daginn.

25.jan – laugardagur Hæg A-átt og ágætis veður. Sennielga alveg úrkomulaust, en skýjað. Mögulega smáél annað veifið. Frost 3 til 5 stig.

26.jan - sunnudagur Nokkur óvissa með spána, en líklega verða él eða jafnvel snjókoma framan af deginum, en í hægum NA-vindi og hita rétt undir frostmarki.