Föstudagur 9. febrúar
Enn SV-átt, byljótt og allt að 15 m/s framan af degi, en hægari aftur seinni partinn. Nokkuð bjart og úrkomulaust. Frost 3 til 5 stig.
Laugardagur 10. febrúar
Á laugardag fer að snjóa í Hlíðarfjalli. Frá því um morguninn og fram yfir miðjan dag. NA-átt 13 m/s og eiginlega hálfgildings hríðarveður. Skánar seinni partinn, lægir og rofar til.
Sunnudagur 11. febrúar
Sennilega verður éljagangur eða jafnvel samfelld ofanhríð með N-átt, einkum um morguninn, en síðan eru horfur á því að það skáni. Annars er talsverð óvissa með veður á sunnudag og getur þess vegna orðið talsvert skárra veður í Hlíðarfjalli, en hér er spáð.