Vetrafrí
Vetrafríin nálgast! Dagana 17. - 27. febrúar verður mikið að gera hjá okkur í Hlíðarfjalli. Við myndum gjarnan vilja svara öllum spurningum svo að ferðin ykkar til Akureyrar verði sem skemmtilegust. Sala lyftumiða hefst á heimasíðu okkar þriðjudaginn 15. febrúar kl. 9
Hvernig lyftumiðar verða í boði?
Líkt og seinasta ár munum við bjóða upp á 2. til 3. klukkustunda lyftumiða og 1. dags, 2. daga og 3. daga lyftumiða sem hægt er að nota hvenær sem er á þessu skíðatímabili. ATH það þarf ekki lengur að velja daga. Verð á lyftumiðum má sjá á heimasíðu Hlíðarfjalls.
Hvernig verða opnunartímar þessa daga?
Milli 17. – 27. febrúar munum við hafa opið virka daga milli 10:00 - 19:00 og um helgar 10:00 - 16:00.
Hvar er hægt að kaupa lyftumiða?
Við mælum með að allir kaupi miða á heimasíðunni okkar https://hlidarfjall.skiperformance.com/is/store#/is/buy. Hægt er að fylla á skidata kortið og þar með farið beint í brekkurnar, í fyrsta lagi mun þetta taka styttri tíma og í öðru lagi mun þetta passa upp á að allir halda fjarlægðartakmörkunum.
Hvað geri ég ef að ég á ekki skidata kort?
Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að versla sér lyftumiða á netinu og eiga nú þegar skidata kort annars mun sá ekki geta klárað pöntunina sína. Skidata kort eru seld á eftirfarandi stöðum
Akureyri: N1 Veganesti and N1 Leirunesti
Annarsstaðar: N1 Ártúnsbrekka, N1 Engihjalla Kópavogur, N1 Lækjargata Hafnarfjörður and N1 Mosfellsbær
Gilda Norðurlandskort í vetrarfríinu?
Nei, Norðurlandskort gilda ekki í vetrafríinu.
Ef einhverjar spurningar eru varðandi skíðaskólann eða skíðaleiguna?
Þá hafið samband við eftirfarandi
Skíðaskólinn
email: info@icelandsnowsports.com
phone: 840 6625
Skíðaleigan
email: hlidarfjall@fjallakofinn.is
phone: 462 2266