Fyrsta helgin í vetrarfríunum er búin og gekk virkilega vel þrátt fyrir að snjómagnið mætti að sjálfsögðu vera meira. Við viljum þakka öllum gestum fyrir skilninginn og okkur sýnist allir vera með okkur í liði að gera það besta úr þessum skrítna vetri.
Í vikunni verður venjuleg heilsdags opnun með lengdum opnunartíma 10-19. Föstudag til sunnudags höldum við áfram með tvískipt holl, fyrir og eftir hádegi. Þar sem við erum að kljást við þessar erfiðu aðstæður með snjóleysi og takmarkaðri opnun þá ætlum við að bjóða 20% afslátt af miðum í vetrarfríunum og áfram verður lækkað verð á miðum í tvískiptu hollunum, 5500kr.
Opnunartími vikuna 17-21 febrúar:
Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu :)