Loksins kom hvítagullið og alveg frábært að sjá fjallið aftur svona fallega hvítt ! Það spáir rólegheita veðri yfir helgina, einhver snjókoma er í kortunum en annars frábært veður til að skella sér í fjallið.
Troðarateymið hefur unnið að því að þétta snjóinn í brekkunum okkar og ásamt þessu erum við að nýta frostið til að framleiða snjó, við munum keyra snjóframleiðslu áfram um helgina en vonum að það valdi ekki mikilli truflun á svæðinu.
Rétt er að minnast á að utanbrautaskíðun getur verið mjög varasöm þó að nýji snjórinn sé heillandi. Það er heilt yfir lítill snjógrunnur svo það er auðvelt að lenda á grjóti sem leynist undir nýja snjónum.
Hlökkum til að sjá ykkur í Hlíðarfjalli um helgina :)