12.-14. mars 2010. Telemarkhelgin
Tíunda Telemarkhelgin þar sem Telemark skíðafólk kemur saman og reynir með sér í Telemark skíðatækninni. Keppt er í ýmsum keppnum og meðal annars eru veitt verðlaun fyrir bestu búningana. Þetta eru lífleigir búningar sem keppendur mæta til leiks í.
Skíðagöngumót Þórunnar Hyrnu laugardaginn 27 febrúar.
Kvennaskíðagangan verður haldin í þriðja sinn í samstarfi við Skyr í Hlíðarfjalli Akureyri. Þar býðst konum á öllum aldri kjörið tækifæri til að ná sér í góða útiveru og holla hreyfingu með því að skella sér á gönguskíði Hlíðarfjalli. Skíðaleiga á staðnum. Hægt að láta smyrja skíðin á staðnum, kr. 1000.- Hægt verður að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km. Þátttakendur geta lagt af stað á bilinu 13.00 - 13.30 og er gengið án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1500, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Skráning: Á keppnisdegi frá kl. 12:00 í gönguhúsi norðan Skíðastaða eða hjá hannadogg@simnet.is. Á miðri leið verður boðið upp á kakó og þegar í mark er komið verða ýmsar veitingar í boði, glæsileg útdráttarverðlaun og verðlaun fyrir besta búninginn. Upplýsingar á mótsdegi í síma 878 1624.
Kempumótið
Kempumótið verður 5.-7. mars. Gamlar skíðakempur rifja upp gamla takta. Á þessu móti má sjá flestar helstu skíðakempur landsins. www.vmi.is
22.-25. apríl 2010 Andrésar Andar leikarnir
Um 800 krakkar á aldrinum 6-12 ára koma saman til þess að taka þátt í skíðmóti sem haldið hefur verið í 34 ár. Með börnunum koma gríðalega margir foreldrar.