Éljagangur og IWG hafa nú sameinast undir nafni IWG þar sem við ætlum áfram að stytta okkur stundir í skammdeginu og njóta vetrarins á sem besta hátt.
Aðalviðburður IWG verður svo 12.-14. mars þegar keppt verður í freeski brekkustíl í Hlíðarfjalli þar sem bæði íslenskir og erlendir keppendur koma til með að sýna listir sínar. Freeski keppni fór fyrst fram á IWG í mars síðastliðnum og þótti takast vonum framar þrátt fyrir risjótt veður, enda var brautin engin smá smíði og pallarnir þrír örugglega þeir stærstu sem búnir hafa verið til á Íslandi. Keppnin er partur af AFP mótaröðinni (The 2015 AFP World Tour) Og er flokkað sem gull mót, sem er næst efsta stig í þessari mótaröð svo að við megum eiga von á stórum nöfnum í þessari íþrótt hingað til lands.
Nánari upplýsingar um IWG er að finna hér